Ítalir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í vítaspyrnukeppni Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2012 13:29 Ítalir komust áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld eftir magnaðan sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. Ítalir sýndu stáltaugar á vítapunktinum á meðan Englendingar fóru á taugum. Ítalía mætir því Þýskalandi í undanúrslitum á fimmtudagskvöldið. Leikurinn hófst með miklum látum og eftir aðeins nokkrar mínútur voru Ítalir aðeins hársbreidd frá því að komast yfir þegar langskot Daniele de Rossi hafnaði í stönginni. Hefði líklega verið fallegasta mark mótsins það sem af er. Englendingar brunuðu þá í sókn og komust um leið í algjört dauðafæri þegar Adam Johnson náði fínu skot á markið en Buffon varði meistaralega. Mögnuð byrjun og allt benti til þess að fyrsta markið kæmi fljótlega. Mario Balotelli komst nokkrum sinnum í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki og boltinn vildi einfaldlega ekki fara í netið. Markið lét standa á sér og því var staðan 0-0 í hálfleik eftir virkilega fjörugan fyrr hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði mun rólegra og liðin voru í vandræðum með að skapa sér færi. Það var greinilegt að hvorugt liðið vildi alls ekki fá á sig mark og því voru engar áhættur teknar. Liðin fengu bæði nokkur hálffæri en náðu hvorugt að skora í venjulegum leiktíma. Framlengja þurfti því leikinn. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar gerðist fátt markvert og menn voru í raun ískaldir. Hvorugt liðið náði að koma skoti á markið og því var staðan enn 0-0 eftir 105 mínútur. Það sama var uppá teninginum í síðari hálfleiknum en þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum náðu Ítalir að skora mark sem dæmt af vegna rangstöðu, réttur dómur en tæpt var það. Ekkert mark var skorað í leiknum og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni voru það Ítalir sem voru sterkari og unnu að lokum 4-2 sigur. Buffon varði einu sinni meistaralega og skutu Englendingar einu sinni í slána. Hér að neðan má sjá hvernig vítaspyrnukeppnin þróaðist.Vítaspyrnukeppnin:Ítalía: Mario Balotelli skorar örugglega – 1-0England: Steven Gerrard skorar af öryggi í vinstra hornið – 1-1Ítalía: Riccardo Montolivo skaut vel framhjá 1-1England: Wayne Rooney kemur Englendingum yfir með frábærri vítaspyrnu. – 1-2Ítalía: Andrea Pirlo vippar á mitt markið og skorar örugglega. – 2-2England: Ashley Young skaut í þverslána. – 2-2Ítalía: Antonioa morsarino. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Antonio Nocerino skorar örugglega. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Alessandro Diamanti tryggir Ítalíu áfram á Evrópumótinu í knattspyrnu. – 4-2. Ítalir komnir í undanúrslit. Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Ítalir komust áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld eftir magnaðan sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. Ítalir sýndu stáltaugar á vítapunktinum á meðan Englendingar fóru á taugum. Ítalía mætir því Þýskalandi í undanúrslitum á fimmtudagskvöldið. Leikurinn hófst með miklum látum og eftir aðeins nokkrar mínútur voru Ítalir aðeins hársbreidd frá því að komast yfir þegar langskot Daniele de Rossi hafnaði í stönginni. Hefði líklega verið fallegasta mark mótsins það sem af er. Englendingar brunuðu þá í sókn og komust um leið í algjört dauðafæri þegar Adam Johnson náði fínu skot á markið en Buffon varði meistaralega. Mögnuð byrjun og allt benti til þess að fyrsta markið kæmi fljótlega. Mario Balotelli komst nokkrum sinnum í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki og boltinn vildi einfaldlega ekki fara í netið. Markið lét standa á sér og því var staðan 0-0 í hálfleik eftir virkilega fjörugan fyrr hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði mun rólegra og liðin voru í vandræðum með að skapa sér færi. Það var greinilegt að hvorugt liðið vildi alls ekki fá á sig mark og því voru engar áhættur teknar. Liðin fengu bæði nokkur hálffæri en náðu hvorugt að skora í venjulegum leiktíma. Framlengja þurfti því leikinn. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar gerðist fátt markvert og menn voru í raun ískaldir. Hvorugt liðið náði að koma skoti á markið og því var staðan enn 0-0 eftir 105 mínútur. Það sama var uppá teninginum í síðari hálfleiknum en þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum náðu Ítalir að skora mark sem dæmt af vegna rangstöðu, réttur dómur en tæpt var það. Ekkert mark var skorað í leiknum og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni voru það Ítalir sem voru sterkari og unnu að lokum 4-2 sigur. Buffon varði einu sinni meistaralega og skutu Englendingar einu sinni í slána. Hér að neðan má sjá hvernig vítaspyrnukeppnin þróaðist.Vítaspyrnukeppnin:Ítalía: Mario Balotelli skorar örugglega – 1-0England: Steven Gerrard skorar af öryggi í vinstra hornið – 1-1Ítalía: Riccardo Montolivo skaut vel framhjá 1-1England: Wayne Rooney kemur Englendingum yfir með frábærri vítaspyrnu. – 1-2Ítalía: Andrea Pirlo vippar á mitt markið og skorar örugglega. – 2-2England: Ashley Young skaut í þverslána. – 2-2Ítalía: Antonioa morsarino. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Antonio Nocerino skorar örugglega. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Alessandro Diamanti tryggir Ítalíu áfram á Evrópumótinu í knattspyrnu. – 4-2. Ítalir komnir í undanúrslit.
Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira