Ítalir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í vítaspyrnukeppni Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2012 13:29 Ítalir komust áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld eftir magnaðan sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. Ítalir sýndu stáltaugar á vítapunktinum á meðan Englendingar fóru á taugum. Ítalía mætir því Þýskalandi í undanúrslitum á fimmtudagskvöldið. Leikurinn hófst með miklum látum og eftir aðeins nokkrar mínútur voru Ítalir aðeins hársbreidd frá því að komast yfir þegar langskot Daniele de Rossi hafnaði í stönginni. Hefði líklega verið fallegasta mark mótsins það sem af er. Englendingar brunuðu þá í sókn og komust um leið í algjört dauðafæri þegar Adam Johnson náði fínu skot á markið en Buffon varði meistaralega. Mögnuð byrjun og allt benti til þess að fyrsta markið kæmi fljótlega. Mario Balotelli komst nokkrum sinnum í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki og boltinn vildi einfaldlega ekki fara í netið. Markið lét standa á sér og því var staðan 0-0 í hálfleik eftir virkilega fjörugan fyrr hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði mun rólegra og liðin voru í vandræðum með að skapa sér færi. Það var greinilegt að hvorugt liðið vildi alls ekki fá á sig mark og því voru engar áhættur teknar. Liðin fengu bæði nokkur hálffæri en náðu hvorugt að skora í venjulegum leiktíma. Framlengja þurfti því leikinn. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar gerðist fátt markvert og menn voru í raun ískaldir. Hvorugt liðið náði að koma skoti á markið og því var staðan enn 0-0 eftir 105 mínútur. Það sama var uppá teninginum í síðari hálfleiknum en þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum náðu Ítalir að skora mark sem dæmt af vegna rangstöðu, réttur dómur en tæpt var það. Ekkert mark var skorað í leiknum og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni voru það Ítalir sem voru sterkari og unnu að lokum 4-2 sigur. Buffon varði einu sinni meistaralega og skutu Englendingar einu sinni í slána. Hér að neðan má sjá hvernig vítaspyrnukeppnin þróaðist.Vítaspyrnukeppnin:Ítalía: Mario Balotelli skorar örugglega – 1-0England: Steven Gerrard skorar af öryggi í vinstra hornið – 1-1Ítalía: Riccardo Montolivo skaut vel framhjá 1-1England: Wayne Rooney kemur Englendingum yfir með frábærri vítaspyrnu. – 1-2Ítalía: Andrea Pirlo vippar á mitt markið og skorar örugglega. – 2-2England: Ashley Young skaut í þverslána. – 2-2Ítalía: Antonioa morsarino. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Antonio Nocerino skorar örugglega. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Alessandro Diamanti tryggir Ítalíu áfram á Evrópumótinu í knattspyrnu. – 4-2. Ítalir komnir í undanúrslit. Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira
Ítalir komust áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld eftir magnaðan sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. Ítalir sýndu stáltaugar á vítapunktinum á meðan Englendingar fóru á taugum. Ítalía mætir því Þýskalandi í undanúrslitum á fimmtudagskvöldið. Leikurinn hófst með miklum látum og eftir aðeins nokkrar mínútur voru Ítalir aðeins hársbreidd frá því að komast yfir þegar langskot Daniele de Rossi hafnaði í stönginni. Hefði líklega verið fallegasta mark mótsins það sem af er. Englendingar brunuðu þá í sókn og komust um leið í algjört dauðafæri þegar Adam Johnson náði fínu skot á markið en Buffon varði meistaralega. Mögnuð byrjun og allt benti til þess að fyrsta markið kæmi fljótlega. Mario Balotelli komst nokkrum sinnum í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki og boltinn vildi einfaldlega ekki fara í netið. Markið lét standa á sér og því var staðan 0-0 í hálfleik eftir virkilega fjörugan fyrr hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði mun rólegra og liðin voru í vandræðum með að skapa sér færi. Það var greinilegt að hvorugt liðið vildi alls ekki fá á sig mark og því voru engar áhættur teknar. Liðin fengu bæði nokkur hálffæri en náðu hvorugt að skora í venjulegum leiktíma. Framlengja þurfti því leikinn. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar gerðist fátt markvert og menn voru í raun ískaldir. Hvorugt liðið náði að koma skoti á markið og því var staðan enn 0-0 eftir 105 mínútur. Það sama var uppá teninginum í síðari hálfleiknum en þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum náðu Ítalir að skora mark sem dæmt af vegna rangstöðu, réttur dómur en tæpt var það. Ekkert mark var skorað í leiknum og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni voru það Ítalir sem voru sterkari og unnu að lokum 4-2 sigur. Buffon varði einu sinni meistaralega og skutu Englendingar einu sinni í slána. Hér að neðan má sjá hvernig vítaspyrnukeppnin þróaðist.Vítaspyrnukeppnin:Ítalía: Mario Balotelli skorar örugglega – 1-0England: Steven Gerrard skorar af öryggi í vinstra hornið – 1-1Ítalía: Riccardo Montolivo skaut vel framhjá 1-1England: Wayne Rooney kemur Englendingum yfir með frábærri vítaspyrnu. – 1-2Ítalía: Andrea Pirlo vippar á mitt markið og skorar örugglega. – 2-2England: Ashley Young skaut í þverslána. – 2-2Ítalía: Antonioa morsarino. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Antonio Nocerino skorar örugglega. – 3-2England: Ashley Cole lætur Buffon verja frá sér. 3-2Ítalía: Alessandro Diamanti tryggir Ítalíu áfram á Evrópumótinu í knattspyrnu. – 4-2. Ítalir komnir í undanúrslit.
Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira