Gerrard vill halda fyrirliðabandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2012 22:00 Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segist vilja halda áfram sem fyrirliði. Hann hefur alls ekki í hyggju að leggja landsliðsskóna á hilluna. „Ég elska ábyrgðina og hef notið hverrar mínutu," sagði Gerrard aðspurður um tilfinninguna að gegna fyrirliðahlutverkinu á Evrópumótinu. Gerrard, sem er 32 ára, segist hafa rætt við Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englendinga, sem vilji að hann beri fyrirliðabandið áfram. England féll úr leik í átta liða úrslitum í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli gegn Ítölum í gær. Gerrard er raunsær varðandi spilamennsku Englendinga á mótinu. „Fótboltinn sem við höfum spilað hefur ekki verið frábær allan tímann. Við höfum ekki gert áhorfendur orðlausa. Það sést best á hve illa gengur að halda boltanum innan liðsins. Sem knattspyrnuþjóð þurfum við að bæta okkur með boltann í sóknarleiknum," sagði Gerrard sem er þó ánægður með framlag leikmanna liðsins. „Allir gáfu allt sem þeir áttu og meira er ekki hægt að biðja um. Ég hef trú á því að stuðningsmenn liðsins séu sammála mér í því að menn hafi spilað með hjartanu," sagði Gerrard. Tengdar fréttir Ítalir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í vítaspyrnukeppni Ítalir komust áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld eftir magnaðan sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. 24. júní 2012 13:29 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segist vilja halda áfram sem fyrirliði. Hann hefur alls ekki í hyggju að leggja landsliðsskóna á hilluna. „Ég elska ábyrgðina og hef notið hverrar mínutu," sagði Gerrard aðspurður um tilfinninguna að gegna fyrirliðahlutverkinu á Evrópumótinu. Gerrard, sem er 32 ára, segist hafa rætt við Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englendinga, sem vilji að hann beri fyrirliðabandið áfram. England féll úr leik í átta liða úrslitum í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli gegn Ítölum í gær. Gerrard er raunsær varðandi spilamennsku Englendinga á mótinu. „Fótboltinn sem við höfum spilað hefur ekki verið frábær allan tímann. Við höfum ekki gert áhorfendur orðlausa. Það sést best á hve illa gengur að halda boltanum innan liðsins. Sem knattspyrnuþjóð þurfum við að bæta okkur með boltann í sóknarleiknum," sagði Gerrard sem er þó ánægður með framlag leikmanna liðsins. „Allir gáfu allt sem þeir áttu og meira er ekki hægt að biðja um. Ég hef trú á því að stuðningsmenn liðsins séu sammála mér í því að menn hafi spilað með hjartanu," sagði Gerrard.
Tengdar fréttir Ítalir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í vítaspyrnukeppni Ítalir komust áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld eftir magnaðan sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. 24. júní 2012 13:29 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ítalir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í vítaspyrnukeppni Ítalir komust áfram í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld eftir magnaðan sigur á Englandi eftir vítaspyrnukeppni. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. 24. júní 2012 13:29