Sport

Matthildur Ylfa vann brons á EM fatlaðra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir. Mynd/Íþróttasamband fatlaðra/Jón Björn
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir vann fyrstu verðlaun Íslands á EM fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi í dag þegar hún krækti í bronsverðlaun í langstökki. Matthildur Ylfa hafði fyrr um daginn endaði í 8. sæti í 200 metra hlaupi.

Matthildur Ylfa stökk 3,88 metra í langstökki og varð í 3. sæti í flokki F37 en hún var þó nokkuð frá sínu besta sem er 4,28 metrar og Íslandsmet.

Matthildur hafnaði í 8. sæti eftir undanrásir í 200m hlaupi F37 þegar hún kom í mark á tímanum 32,51 sekúndum.

Tíminn hefði verið nýtt Íslandsmet en vindur var of mikill eða +2,4 m/s og því fæst metið ekki gilt.

Íslandsmet Matthildar frá Túnis fyrr á þessu ári stendur því óhaggað en þar hljóp hún á tímanum 33,76 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×