Sport

Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson í þrautinni í dag.
Einar Daði Lárusson í þrautinni í dag. Mynd/AFP
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup.

Einar Daði fékk alls 7653 stig í greinunum tíu og var þetta hans önnur besta þraut á ferlinum en hann var þarna að keppa á sínu fyrsta stórmóti.

Einar Daði hljóp 1500 metrana á 4:39.38 mínútum sem er rúmlega tveimur sekúndum hægar en í hans bestu þraut sem var í Tékklandi fyrr í þessum mánuði.

Einar Daði fékk að lokum 245 stigum færra í þrautinni á EM heldur en í Tékklandi og var 297 stigum frá því að ná lágmarki inn á Ólympíuleikana.

Þjóðverjinn Pascal Behrenbruch varð Evrópumeistari með 8558 stig en í öðru sæti varð Úkraínumaðurinn Oleksiy Kasyanov með 8321 stig. Rússinn Ilya Shukurenyov fékk síðan brons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×