Fótbolti

Hlín inn fyrir Soffíu

Hlín Gunnlaugsdóttir.
Hlín Gunnlaugsdóttir.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera enn eina breytingu á hóp sínum sem mætir Ungverjum á Laugardalsvellinum á morgun.

Soffía Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er meidd og í hennar stað kemur Hlín Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks.

Hlín er 23 ára og á að baki 20 landsleiki fyrir u-19 ára lið Íslands. Hún á hins vegar enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir A-liðið.

Soffía er fjórði leikmaðurinn sem verður að draga sig út úr upphaflega hópnum en Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir eru einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×