Fótbolti

UEFA sektar Rússana

Rússar voru meðal annars sektaðir fyrir þennan fána.
Rússar voru meðal annars sektaðir fyrir þennan fána.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað rússneska knattspyrnusambandið um 30 þúsund evrur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Póllandi. Það á einnig að draga sex stig af liðinu en ekki er búið að virkja þá refsingu.

Stuðningsmenn Rússa kveiktu á flugeldum í leiknum gegn Póllandi, voru með risafána sem þótti ekki til fyrirmyndar og svo hljóp áhorfandi inn á völlinn.

Það hefði svo sem ekki breytt neinu fyrir Rússa ef stiga væru dregin af liðinu núna enda er liðið úr leik á EM.

Stuðningsmenn Rússa lentu þess utan í miklum slagsmálum við Pólverja fyrir utan leikvanginn fyrir leikinn gegn heimamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×