Fótbolti

Rooney: Við getum unnið EM

Wayne Rooney er orðinn spenntur fyrir því að taka þátt á EM eftir að hafa verið í banni í fyrstu tveim leikjunum. Hann er líka með sjálfstraustið í lagi enda hefur hann trú á því að enska landsliðið geti unnið EM.

Rooney verður hugsanlega í byrjunarliði Englands annað kvöld er liðið leikur gegn Úkraínu.

"Við erum nógu góðir til þess að vinna þetta mót. Ég veit að fólk vill ekki að við séum að byggja upp væntingar en ég trúi því að við höfum leikmenn til þess að vinna mótið. Auðvitað þarf smá heppni líka en ég tel okkur eiga góða möguleika," sagði Rooney kokhraustur en þessi tónn hefur ekki verið áberandi hjá Englendingum á mótinu.

"Við trúðum alltaf. England á alltaf að berjast um að vinna stórmót. Við höfum ekki verið svona vel skipulagðir lengi og það er erfitt að vinna okkur. Ef við höldum áfram á sömu braut er enginn ástæða til annars en að stefna hátt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×