Fótbolti

Þrettán leikmenn í lífstíðarbann fyrir að hagræða úrslitum leikja

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, er búið að setja þrettán leikmenn og þjálfara í Suður-Kóreu og Króatíu í lífstíðarbann fyrir að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja.

Á meðal þeirra sem fengu lífstíðarbann er fyrrum landsliðsmaður Kóreu, Kim Dong-hyun, og Króatarnir Mario Darmopil og Daniejel Madaric.

Allir þeir sem voru dæmdir mega aldrei aftur koma nálægt neinu sem tengist fótbolta hvar sem er í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×