Fótbolti

Kaká leikur óþekkan strák í brasilískri sápuóperu

Hinn afar trúaði Brasilíumaður, Kaká, sýnir á sér alveg nýjar hliðar í brasilískri sápuópera. Kaká hefur meðal annars nýtt sumarfríið sitt í að taka þátt í atriðinu sem er stórgott.

Þar leikur hinn kurteisi og auðmjúki Kaká óþekkan strák sem einn af karakterum sápuóperunnar dreymir um.

Kaká klæðist leðurjakka og hleður meðal annars í rándýran lúftgítar í atriðinu. Sannkallaður draumamaður.

Sjón er sögu ríkari en atriðið má sjá hér að ofan. Atriðið með Kaká byrjar eftir 40 sekúndur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×