Fótbolti

U21 árs liðið spilar leikkerfið 4-4-2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðlaugur Victor og félagar í U21 árs liðinu á síðasta ári.
Guðlaugur Victor og félagar í U21 árs liðinu á síðasta ári. Mynd / Valli
Íslenska U21 árs landslið karla mætir Aserum í undankeppni Evrópumótsins á KR-velli í kvöld. Íslenska liðið mun spila leikkerfið 4-4-2 líkt og A-landslið karla.

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska liðsins, var í spjalli í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í dag. Þar kom fram að íslenska landsliðið myndi spila leikkerfið 4-4-2. Fram til þessa hefur íslenska liðið undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar spilað leikkerfið 4-3-3 en með tilkomu Lars Lagerbäck spila bæði landsliðin sama leikkerfi.

Íslenska liðinu hefur gengið brösulega í undankeppnini. Liðið situr á botni riðilsins með þrjú stig en liðið lagði Belgíu í fyrsta leik sínum í riðlinum. Síðan hefur liðið tapað í tvígang gegn Englandi, heima gegn Noregi og gegn Aserbaídsjan ytra. Stöðuna í riðlinum má sjá hér.

„Við ætlum að klára síðustu þrjá leikina með stolti," sagði Guðlaugur Victor sem segir liðið ætla að ná í þau níu stig sem í boði eru í riðlinum.

Leikur Íslands og Aserbaídsjan hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×