Fótbolti

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenska liðið spilaði ágætlega í síðustu tveimur leikjum en uppskeran engu að síður engin.
Íslenska liðið spilaði ágætlega í síðustu tveimur leikjum en uppskeran engu að síður engin. Nordicphotos/Getty
Engin breyting hefur orðið á stöðu karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu á styrkleikalista FIFA en nýr listur var birtur í morgun. Ísland situr sem fyrr í 131. sæti listans.

Ísland lék tvo æfingaleiki í maí, gegn Frökkum og Svíum, sem töpuðust báðir og því uppskeran engin stig til hækkunar á listanum.

Spánn situr sem fyrr í efsta sæti listans. Úrúgvæ skaust í annað sætið á kostnað Þjóðverja sem lækkuðu um eitt sæti. Argentína fór upp um tvö sæti í 7. sæti listans og Portúgal féll um fimm sæti eftir slæmt gengi í æfingaleikjum og situr í 10. sæti listans.

Austurríki, sem vann 5-3 sigur á Þjóðverjum auk þess að leggja Úkraínu að velli, skaust upp um heil 15 sæti. Landsliðið situr í 58. sæti á uppfærðum lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×