Fótbolti

Ancelotti: Ég hef ekkert að gera með Zlatan

Carlo Ancelotti, þjálfari franska félagsins PSG, segir að liðið hafi ekkert með Zlatan Ibrahimovic að gera. Það sé frekar að reyna að kaupa yngri leikmenn.

Hermt var að PSG hefði gert risatilboð í Zlatan en þær fréttir reyndust ekki á rökum reistar.

"Stefna PSG er að kaupa unga gæðaleikmenn. Að búa til hóp sem getur spilað saman í fjögur til fimm ár. Þess vegna höfum við ekkert með Ibrahimovic að gera," sagði Ítalinn.

Fastlega er búist við því að PSG láti virkilega til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar enda er félagið með fullar hendur fjár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×