Fótbolti

Elín Metta í landsliðshópi Sigurðar Ragnars

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt 22 manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM 2013.

Þrír nýliðar eru í hópnum. Elín Metta Jensen í Val, Katrín Ásbjörnsdóttir Þór/KA og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir í Stjörnunni. Katrín og Soffía hafa áður verið í æfingahóp landsliðsins en þetta er í fyrsta skipti sem Elín Metta er valinn.

Þrír leikmenn landsliðsins eiga við meiðsli að stríða. Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru meiddar aftan í læri. Þá fór Guðbjörg Gunnarsdóttir meidd af velli í hálfleik í gær. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, er tilbúin á hliðarlínunni séu meiðslin alvarleg.

Markverðir

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden

Þóra Björg Helgadóttir, LdB Malmö

Varnarmenn

Hallbera Guðný Gísladóttir, Pitea IF

Katrín Jónsdóttir - fyrirliði, Djurgarden

Mist Edvardsdóttir, Valur

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

Sif Atladóttir, Kristianstads DFF

Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes

Anna María Baldursdótir, Stjarnan

Miðjumenn

Dagný Brynjarsdóttir, Valur

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Edda Garðarsdóttir, KIF Örebro

Katrín Ómarsdóttir, Kristianstads DFF

Sara Björk Gunnarsdóttir, LdB Malmö

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjarnan

Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, Stjarnan

Sóknarmenn

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Margrét Lára Viðarsdóttir, án liðs

Kristín Ýr Bjarnadóttir, Avaldsnes

Elín Metta Jensen, Valur

Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA

https://mail.365.is/exchange/



Fleiri fréttir

Sjá meira


×