Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 3-4 eftir vítakeppni | Kristján varði þrjú víti FH-inga Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar 8. júní 2012 13:26 Fylkismenn báru sigur úr býtum gegn FH í 32-liða úrslitum borgunarbikarsins en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Það var það gamla brýnið Kristján Finnbogason sem var hetja Fylkis en hann varði þrjár spyrnur. Leikurinn hófst með miklum látum og voru bæði lið greinilega til í slaginn. Fylkismenn voru nokkuð sprækir í upphafi leiksins og þetta 8-0 tap í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar virtist ekki hafa mikil áhrif á Fylkismenn. Eftir tæplega korters leik náði Ingimundur Níels Óskarsson, leikmaður Fylkis, að skalla boltann í stöngina. Tveim mínútum síðan fór skalli frá Ingimundi hárfínt framhjá. Ótrúlegt að gestirnir höfðu ekki náð að skora. Það voru heimamenn sem skoruðu aftur á móti fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik þegar Björn Daníel Sverrisson fékk boltann inn í vítateig Fylkis eftir misheppnaða hreinsun. Björn sýndi mikla yfirvegun og þrumaði boltanum óverjandi í netið. Leikurinn róaðist töluvert næstu mínútur og það leit út fyrir að Fimleikafélagið færi með eins mark forystu inn í hálfleikinn. Fylkismenn náðu að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma en þar var að verki Jóhann Þórhallsson sem kom boltanum í netið eftir mikinn darraðardans inn í vítateig FH. Staðan því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin nokkrar mínútur að finna taktinn á ný. Fylkismenn voru ívið sterkari þegar leið á síðari hálfleikinn og fengu nokkur ákjósanleg færi til að komast yfir. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í síðari hálfleiknum en því þurfti að grípa til framlengingar. Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, fékk aftur á móti beint rautt spjald rétt undir lok venjulegs leiktíma en Björn tæklaði Björgólf Takefusa, leikmann Fylkis, sem sloppinn var upp völlinn. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Björn Daníel strax útaf. Aðdáendur FH trylltust upp í stúku en dómurinn var í meira lagi umdeilanlegur. Liðin áttu erfitt með að skapa sér færi í framlengingunni og lítið sem ekkert gerðist á þeim hálftíma. Því þurfti að knýja fram úrslit í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni var það Kristján Finnbogason sem fór á kostum en hann varði þrjár spyrnur og kom Fylki áfram í 16-liða úrslitin. Ótrúlegur en hann er 41 árs. Ásmundur: Ótrúlegur karakter í liðinu„Þetta er mikil gleði og ég er gríðarlega ánægður með leikmennina," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýnum alveg gríðarlega mikinn karakter hér í kvöld, en liðið var niðurlægt hér um síðustu helgi. Svona eiga menn að svara slíku og strákarnir stóðu sig ótrúlega vel í kvöld." „Leikurinn var opin í báða enda og allt gat gerst, því er sætara að klára þennan leik svona. Þetta var frábær skemmtun í kvöld og áhorfendur fengu fyrir allan peninginn í kvöld." „Það var aldrei spurning þegar út í vítakeppnina var komið, gamli var alltaf með þetta á hreinu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund hér að ofan. Heimir Guðjónsson: FH verður að fara sýna stöðuleika„Ég er rosalega svekktur með spilamennskuna í fyrri hálfleiknum," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld. „Þrátt fyrir að hafa komist í 1-0 þá ákveður liðið allt að fara í sókn að 45. mínútu sem endar með því að við fáum á okkur mark." „Við vorum skömminni skárri í síðari hálfleiknum og fengum heldur betur tækifæri til að klára dæmið." „Ég kalla einfaldlega eftir stöðuleika í FH-liðið. Við áttum frábæran leik gegn Fylki um síðustu helgi en síðan mæta menn ekki tilbúnir í kvöld."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Kristján: Ég kann þetta ennþá„Allir leikmenn inná vellinum vorum hetjur og lögðu sig allir gríðarlega mikið fram," sagði Kristján Finnbogason, hetja Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Maður gleymir ekki þessu sporti, þó svo að líkaminn sé kannski ekki alveg eins góður og í gamla daga. Þetta var ótrúlega gaman og frábært að standa fyrir aftan strákana þegar svona mikil barátta er til staðar." „Við áttum þennan sigur skilið. Liðið hélt allan tíman í sitt skipulag og börðumst eins og ljón allan tímann. Liðið fékk fín færi í venjulegum leiktíma og hefðum alveg eins getað klárað leikinn mun fyrr."Hægt er að sjá myndbandið við Kristján með því að ýta hér. Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Fylkismenn báru sigur úr býtum gegn FH í 32-liða úrslitum borgunarbikarsins en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Það var það gamla brýnið Kristján Finnbogason sem var hetja Fylkis en hann varði þrjár spyrnur. Leikurinn hófst með miklum látum og voru bæði lið greinilega til í slaginn. Fylkismenn voru nokkuð sprækir í upphafi leiksins og þetta 8-0 tap í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar virtist ekki hafa mikil áhrif á Fylkismenn. Eftir tæplega korters leik náði Ingimundur Níels Óskarsson, leikmaður Fylkis, að skalla boltann í stöngina. Tveim mínútum síðan fór skalli frá Ingimundi hárfínt framhjá. Ótrúlegt að gestirnir höfðu ekki náð að skora. Það voru heimamenn sem skoruðu aftur á móti fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik þegar Björn Daníel Sverrisson fékk boltann inn í vítateig Fylkis eftir misheppnaða hreinsun. Björn sýndi mikla yfirvegun og þrumaði boltanum óverjandi í netið. Leikurinn róaðist töluvert næstu mínútur og það leit út fyrir að Fimleikafélagið færi með eins mark forystu inn í hálfleikinn. Fylkismenn náðu að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma en þar var að verki Jóhann Þórhallsson sem kom boltanum í netið eftir mikinn darraðardans inn í vítateig FH. Staðan því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin nokkrar mínútur að finna taktinn á ný. Fylkismenn voru ívið sterkari þegar leið á síðari hálfleikinn og fengu nokkur ákjósanleg færi til að komast yfir. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í síðari hálfleiknum en því þurfti að grípa til framlengingar. Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, fékk aftur á móti beint rautt spjald rétt undir lok venjulegs leiktíma en Björn tæklaði Björgólf Takefusa, leikmann Fylkis, sem sloppinn var upp völlinn. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Björn Daníel strax útaf. Aðdáendur FH trylltust upp í stúku en dómurinn var í meira lagi umdeilanlegur. Liðin áttu erfitt með að skapa sér færi í framlengingunni og lítið sem ekkert gerðist á þeim hálftíma. Því þurfti að knýja fram úrslit í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni var það Kristján Finnbogason sem fór á kostum en hann varði þrjár spyrnur og kom Fylki áfram í 16-liða úrslitin. Ótrúlegur en hann er 41 árs. Ásmundur: Ótrúlegur karakter í liðinu„Þetta er mikil gleði og ég er gríðarlega ánægður með leikmennina," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýnum alveg gríðarlega mikinn karakter hér í kvöld, en liðið var niðurlægt hér um síðustu helgi. Svona eiga menn að svara slíku og strákarnir stóðu sig ótrúlega vel í kvöld." „Leikurinn var opin í báða enda og allt gat gerst, því er sætara að klára þennan leik svona. Þetta var frábær skemmtun í kvöld og áhorfendur fengu fyrir allan peninginn í kvöld." „Það var aldrei spurning þegar út í vítakeppnina var komið, gamli var alltaf með þetta á hreinu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund hér að ofan. Heimir Guðjónsson: FH verður að fara sýna stöðuleika„Ég er rosalega svekktur með spilamennskuna í fyrri hálfleiknum," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld. „Þrátt fyrir að hafa komist í 1-0 þá ákveður liðið allt að fara í sókn að 45. mínútu sem endar með því að við fáum á okkur mark." „Við vorum skömminni skárri í síðari hálfleiknum og fengum heldur betur tækifæri til að klára dæmið." „Ég kalla einfaldlega eftir stöðuleika í FH-liðið. Við áttum frábæran leik gegn Fylki um síðustu helgi en síðan mæta menn ekki tilbúnir í kvöld."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Kristján: Ég kann þetta ennþá„Allir leikmenn inná vellinum vorum hetjur og lögðu sig allir gríðarlega mikið fram," sagði Kristján Finnbogason, hetja Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Maður gleymir ekki þessu sporti, þó svo að líkaminn sé kannski ekki alveg eins góður og í gamla daga. Þetta var ótrúlega gaman og frábært að standa fyrir aftan strákana þegar svona mikil barátta er til staðar." „Við áttum þennan sigur skilið. Liðið hélt allan tíman í sitt skipulag og börðumst eins og ljón allan tímann. Liðið fékk fín færi í venjulegum leiktíma og hefðum alveg eins getað klárað leikinn mun fyrr."Hægt er að sjá myndbandið við Kristján með því að ýta hér.
Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira