Fótbolti

Helmingur enskra býst við mistökum hjá sínu liði

Markið sem átti að standa. Skot Lampards er hér inni gegn Þjóðverjum en markið var ekki dæmt.
Markið sem átti að standa. Skot Lampards er hér inni gegn Þjóðverjum en markið var ekki dæmt.
Slæm mistök og dramatík hafa elt enska landsliðið á röndum í mörg ár. Rob Green gaf skelfilegt mark á HM 2010, Lampard skoraði þá mark gegn Þjóðverjum sem átti að standa og svona mætti áfram telja. Stuðningsmenn enska landsliðsins eiga von á fleiri dramatískum atvikum á EM.

Markvarðamistök hafa verið sérstaklega algeng hjá enska landsliðinu á stórmótum og því þarf ekki að koma á óvart að 46 prósent stuðningsmanna liðsins spái því að Joe Hart muni gera einhver skelfileg mistök á EM.

Sharp FanLabs hefur staðið fyrir athyglisverðri könnun hjá stuðningsmönnum liðanna á EM og þar kemur margt skemmtilegt í ljós.

Aðeins 5 prósent stuðningsmanna Þýskalands óttast að þeirra lið geri stór mistök.

52 prósent stuðningsmanna spænska liðsins er á því að leikmenn liðsins hafi einum of gaman að baða sig í sviðsljósinu. Sú tala er 47 prósent er kemur að portúgalska liðinu með Ronaldo í broddi fylkingar.

80 prósent sænsku stuðningsmannanna segjast síðan vera til í að hætta að drekka í mánuð í skiptum fyrir árangur hjá sínu liði á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×