Fótbolti

Frakkar á sigurbraut - unnu Serba í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franck Ribery fagnar með félögum sínum.
Franck Ribery fagnar með félögum sínum. Mynd/AFP
Franska fótboltalandsliðið fylgdi á eftir 3-2 sigri á Íslandi á sunnudaginn með því að vinna 2-0 sigur á Serbum í Reims í kvöld. Þetta var þriðji sigur Frakka í röð en þeir unnu einnig Þjóðverja í vináttulandsleik í febrúar.

Franck Ribery var nú í byrjunarliðinu og kom Frökkum í 1-0 á 11. mínútu en Florent Malouda bætti síðan við öðru marki fjórum mínútum síðar og fleiri urðu mörkin ekki. Ribery kom inn á sem varamaður á móti Íslandi og gerbreytti leiknum.

Serbar hafa þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Sinisa Mihajlovic en liðið tapaði 0-2 á móti Spánverjum um síðustu helgi.

Frakkar eiga eftir að spila einn vináttulandsleik fyrir EM en þeir mæta Eistlandi í síðasta undirbúningsleiknum sínum á þriðjudaginn. Fyrsti leikur liðsins á EM er síðan á móti Englendingum sex dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×