Enski boltinn

Jafnt hjá Stoke og Everton

Stoke og Everton skildu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Everton í sjöunda sæti deildarinnar en Stoke er í því þrettánda.

Peter Crouch kom Everton yfir er hann skoraði sjálfsmark. Crouch var afar óheppinn að fá boltann í sig eftir slag við Tim Cahill í teignum.

Cameron Jerome náði síðan að jafna fyrir Stoke. Átti laglegan sprett upp völlinn og kláraði færið sitt vel.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×