Enski boltinn

Redknapp tekur þátt í EM eftir allt saman - verður í spekingahópi BBC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham og sá sem flestir bjuggust við að tæki við enska landsliðinu fyrir EM, verður þáttakandi á Evrópumótinu eftir allt saman. Hann hefur samið við BBC um að vera hluti af spekingahópi BBC á mótinu.

Redknapp var orðaður við landsliðsþjálfarastarfið um leið og Fabio Capello sagði starfi sínu lausu en á endanum var það Roy Hodgson sem fékk starfið og mun því stýra enska landsliðinu á EM í Úkraínu og Póllandi.

Harry Redknapp verður í hópi góðra manna í BBC-stúdíóinu því í spekingahópnum verða einnig Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann, Hollendingurinn Clarence Seedorf og David James auk fastamannanna Alan Hansen, Alan Shearer og Lee Dixon. Gary Lineker mun síðan stjórna þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×