Enski boltinn

Dempsey orðaður við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clint Dempsey í leik á móti Liverpool.
Clint Dempsey í leik á móti Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum.

Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, hefur gefið í skyn að Liverpool-menn hafi áhuga á því að kaupa Dempsey frá Fulham samkvæmt frétt á Sky.

Dempsey hefur skorað 22 mörk fyrir Fulham á tímabilinu en hann á aðeins eftir eitt ár af samningi sínum við Lundúnaliðið. Hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal.

Liverpool eyddi síðasta sumar meira en 80 milljónum pundum í miðjumennina Jordan Henderson, Stewart Downing og Charlie Adam en það hefur skilað litlu inn á vellinum.

Forráðamenn Fulham vilja halda sínum manni á Craven Cottage en eins og oft áður er óvissa á meðan Dempsey framlengir ekki samning sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×