Enski boltinn

Dalglish: Menn voru svekktir og pirraðir

Reina fær hér að líta rauða spjaldið.
Reina fær hér að líta rauða spjaldið.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, viðurkenndi að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið gegn Newcastle vel í dag. Pepe Reina, markvörður Liverpool, fékk meðal annars að líta rauða spjaldið undir lok 2-0 tapleiksins.

"Leikmenn voru verulega svekktir og pirraðir og það er líklega ástæðan fyrir því að Reina fékk rauða spjaldið. Menn voru orðnir mjög örvævingarfullir," sagði Dalglish.

"Þegar Andy Carroll kemur af velli og hleypur beint inn í klefa er augljóst að menn eru pirraðir og svekktir. Við þurfum að stjórna þessu betur og ef við treystum ekki hvor öðrum og stöndum saman þá verður þetta enn erfiðara fyrir okkur," sagði Dalglish en hvað fannst honum um augljósan leikaraskap Andy Carroll í fyrri hálfleik?

"Þetta var ekki víti og ég held ekki að hann hafi látið sig falla viljandi til þess að fá víti. Hann sagðist ekki hafa látið sig detta heldur hafi hann hrasað. Ég hef annars ekkert út á dómgæsluna að setja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×