Fótbolti

Sjáðu markið sem Kolbeinn skoraði í dag

Kolbeinn Sigþórsson var óvænt kallaður inn í leikmannahóp Ajax í dag er liðið mætti Heracles. Kolbeinn er tiltölulega nýbyrjaður að æfa eftir að hafa jafnað sig af fótbroti.

Kolbeinn fékk að spila síðustu tólf mínútur leiksins og náði að skora tveim mínútum fyrir leikslok.

Það mark var sjötta og síðasta mark Ajax í leiknum en Ajax vann 6-0 og er á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá má að markið að gladdi þjálfarateymi Ajax mikið enda brosti það allan hringinn.

Hægt er að sjá markið hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×