Enski boltinn

Dalglish: Við verðum að standa saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gat ekki leynt vonbrigðum sínum.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/AP
Það er enginn uppgjafartónn í Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, þrátt fyrir skelfilegt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni en í gær tapaði liðið í sjötta sinn í sjö leikjum.

„Það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér. Við verðum að átta okkur á því að ef við stöndum saman og trúum á það sem við erum að gera þá eigum við betri möguleika," sagði Kenny Dalglish.

Pepe Reina fékk rautt spjald í leiknum og Andy Carroll fékk gult spjald fyrir leikaraskap á móti sínum gömlu félögum auk þess að strunsa inn í klefa eftir að honum var skipt útaf.

„Strákarnir hafa verið vonsviknir og pirraðir yfir slæmu gengi og það var líklega ástæðan fyirr því að Pepe fékk rauða spjaldið. Það er líklega algjört svekkelsi þegar Andy Carroll hleypur beint inn í klefa þegar ég tók hann útaf. Það er allt í góðu að vera vonsvikinn og pirraður en við verðum að beisla svekkelsið betur og nota það á réttan hátt," sagði Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×