Enski boltinn

Ivanovic: Ánægður með Fernando Torres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres fagnar með Branislav Ivanovic.
Fernando Torres fagnar með Branislav Ivanovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Branislav Ivanovic segir að Fernando Torres eigi mikinn þátt í bættu gengi Chelsea-liðsins að undanförnu en spænski framherjinn er loksins farinn að skora mörk. Torres er búinn að skora 3 mörk í síðustu 5 leikjum og um helgina batt hann enda á sex mánaða bið eftir marki í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta var mikilvægt mark fyrir hann. Fernando hefur verið að standa sig vel og er búinn að vera út um allan völl fyrir okkur. Hann gerir allt fyrir liðið og átti þetta mark skilið. Fernando er frábær leikmaður en auðvitað fann hann fyrir pressunni og því var mikilvægt að við stæðum með honum," sagði Branislav Ivanovic.

„Við vitum allir hversu góður hann er. Við sjáum það á hverjum degi á æfingum. Á sama tíma var mjög dýrmætt fyrir hann að ná þessu marki. Hann hefur samt gefið liðinu mikið því hann spilar alltaf fyrir liðið en ekki fyrir sig sjálfan," sagði Ivanovic.

„Hann sagði ekki mikið eftir leikinn en ég fór til hans og þakkaði honum fyrir báðar stoðsendingarnar," sagði Ivanovic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×