Enski boltinn

Ewood Park hefur reynst Manchester United erfiður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United  tryggði sér titilinn á Ewood Park í fyrra.
Manchester United tryggði sér titilinn á Ewood Park í fyrra. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United getur náð fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Blackburn á útivelli í kvöld en þetta er síðasti leikurinn í 31. umferð. Blackburn er í harðri fallbaráttu en einn af sjö sigrum liðsins kom í fyrri leiknum á móti United á Old Trafford. Leikurinn í kvöld er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.

Manchester United eiga svo sem ágætar minningar frá Ewood Park þar sem þeir tryggðu sér titilinn með því að ná 1-1 jafntefli í fyrra en það hefur aftur á móti gengið illa hjá United undanfarin ár að taka öll þrjú stigin með sér til baka.

United hefur aðeins unnið 2 af síðustu 11 deildarleikjum sínum á Ewood Park. "Leikurinn í Blackbur hefur alltaf verið erfiður leikur fyrir okkur. Þetta er nágrannaslagur og það er ekkert gefið efir," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.

Síðustu deildarleikir Manchester United á Ewood Park:

14.maí 2011 - 1-1 jafntefli

11. apríl 2010 - 0-0 jafntefli

4. október 2008 - Man. United vann 2-0

19. apríl 2008 - 1-1 jafntefli

11. nóvember 2006 - Man. United vann 1-0

1. febrúar 2006 - Blackburn vann 4-3

28. ágúst 2004 - 1-1 jafntefli

1. maí 2005 - Blackburn vann 1-0

22. desember 2002 - Blackburn vann 1-0

22. ágúst 2001 - 2-2 jantefli

12. maí 1999 - 0-0 jantefli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×