Enski boltinn

Van der Vaart: Við elskum Adebayor

Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, er mjög ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns, Emmanuel Adebayor, og vill að hann verði áfram hjá félaginu. Adebayor er lánsmaður frá Man. City út leiktíðina.

Spurs hefur verið að gefast upp á því að kaupa leikmanninn enda vill hann fá mun hærri laun en Spurs er til í að bjóða. Adebayor á tvö ár eftir af hálaunasamningi sínum við City og virðist ekki vera til í að gefa mikið eftir af launum sínum.

"Hann hefur verið frábær fyrir okkur. Leggur gríðarlega hart að sér og við elskum hann," sagði Van der Vaart.

"Hann er búinn að spila fyrir Real Madrid, Arsenal og Man. City og það kom mér á óvart er við fengum hann. Hann er háklassaframherji og einn af þeim bestu sem ég hef spilað með."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×