Fótbolti

Beckham reifst við félagana og var tekinn af velli í hálfleik

Það er ekki bara í enska boltanum þar sem samherjar rífast því David Becham lenti í heiftarlegu rifrildi við tvo félaga sína í LA Galaxy í nótt.

New England Revolution var að yfirspila Galaxy og mótlætið fór í taugarnar á meisturunum. Beckham lenti í rimmu við þá Sean Franklin og Marcelo Sarvas.

Bæði Beckham og Sarvas voru teknir af velli í hálfleik en þjálfarinn reyndi að halda því fram að ástæðan fyrir skiptingunum væri önnur en rifrildið.

"Þetta var mín ákvörðun. Við urðum að gera breytingar á miðjunni því það var verið að rúlla okkur upp," þjálfarinn Bruce Arena en hann var lengi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×