Enski boltinn

Ferguson: Bara næsti leikur sem skiptir máli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson fagnar sigrinum í kvöld.
Alex Ferguson fagnar sigrinum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var vitanlega ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Blackburn í kvöld en með sigrinum náði United fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester City var lengi á toppnum en hefur fatast flugið síðustu vikurnar. „Við vorum um tíma átján mörkum á eftir City en nú munar bara einu marki. Við erum þar að auki núna búnir að skora fleiri mörk en City sem gæti reynst mikilvægt," sagði Ferguson eftir leikinn í kvöld.

„En það eru sjö leikir eftir og reynslan mín segir mér að fjöldi stiga skiptir ekki máli - bara næsti leikur."

United skoraði mörkin sín á síðustu tíu mínútum leiksins. „Þetta var langt kvöld. Við þurftum að þrauka og vorum verðlaunaðir fyrir það. Það var ekki mikið um dauðafæri en mikið um fyrirgjafir sem okkur tókst ekki að nýta. Við stjórnuðum leiknum en þeir voru hættulegir í skyndisóknum."

„Mörkin komu svo seint í leiknum sem er dæmigert fyrir sögu þessa félags."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×