Enski boltinn

Muamba birti mynd af sér á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brosmildur Fabrice Muamba.
Brosmildur Fabrice Muamba. Mynd/Twitter
Fabrice Muamba er á góðum batavegi eftir hjartastopp en í dag birtist fyrsta myndin af honum eftir að hann hneig niður í leik með liði sínu, Bolton, fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Myndin er tekin á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur í Lundúnum og birtist á Twitter-síðunni hans með þeim skilaboðum að með henni vildi Fabrice þakka fyrir þann stuðning sem honum hefur verið sýndur að undanförnu.

Muamba var vart hugað líf eftir hjartastoppið og þykir hann hafa náð undraverðum bata nú þegar. Hann dvelur þó enn á gjörgæslu og alls er óvíst hvort hann geti spilað knattspyrnu á nýjan leik.

Færsluna á Twitter má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×