Enski boltinn

Brasilíumaðurinn David Luiz er orðaður við Barcelona

David Luiz er vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea.
David Luiz er vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea. Getty Images / Nordic Photos
David Luiz er vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea þrátt fyrir að hann hafi gert ótal mistök frá því hann kom til liðsins frá Benfica í Portúgal. Varnarmaðurinn er nú orðaður við stórlið Barcelona á Spáni. Samkvæmt frétt Daily Mail gæti Barcelona boðið allt að 35 milljónir punda eða sem nemur 7 milljörðum kr í hinn 24 ára gamla Brasilíumann.

Barcelona hefur fylgst lengi með Luiz en hann var valinn leikmaður ársins í Portúgal árið 2010. Spánarmeistararnir leita að leikmanni sem gæti fyllt skarðið sem Carles Puyol skilur eftir sig en hann er 34 ára gamall.

Luiz var keyptur í janúar árið 2011 fyrir um 4,2 milljarða kr., 21 milljónir punda, og er talinn henta leikstíl Barcelona mjög vel. Og þá sérstaklega með Gerard Pique sér við hlið í hjarta varnarinnar.

Luiz hefur fengið að heyra ýmislegt um leik sinn á þeim tíma sem hann hefur leikið með Chelsea. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, sagði í sjónvarpsviðtali eftir einn leikinn hjá Chelsea að Luiz hafi leikið líkt og að 10 ára gamalt barn hefði stjórnað honum í PlayStation tölvuleik.

Varnarmaðurinn lék hinsvegar sinn besta leik gegn ítalska liðinu Napólí þegar Chelsea tryggði sér sigur í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Luiz verður án efa hjarta varnarinnar hjá Chelsea á morgun þegar liðið mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst 12.45 og er hann sýndur á Stöð 2 sport 2 og á HD rás Stöðvar 2 sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×