Enski boltinn

Ferguson í sálfræðihernaði | örvænting hjá Man City?

Sir Alex Ferguson er þaulreyndur og lætur fátt koma sér úr jafnvægi.
Sir Alex Ferguson er þaulreyndur og lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Getty Images / Nordic Photos
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester United er klókur þegar kemur að sálfræðihernaðinum sem þarf að nota í baráttunni um meistaratitilinn. Hinn þaulreyndi Ferguson sendi grannaliðinu Manchester City „kveðju" í gegnum fjölmiðla í dag þar sem hann segir að Man City sé að fara á taugum og Man Utd eigi nóg af „skotfærum" fyrir lokasprettinn á deildarkeppninni.

Manchester United er í efsta sæti deildarinnar með 70 stig að loknum 29 umferðum. Man City er aðeins einu stigi á eftir og ljóst að baráttan um meistaratitilinn verður gríðarlega spennandi.

Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Man City, skaut föstum skotum á Man Utd fyrr í þessari viku þegar hann sagði það vera merki um hræðslu að draga Paul Scholes í slaginn á ný. Scholes var hættur sem atvinnumaður en hann hefur leikið vel með Man Utd frá því hann byrjaði á ný.

„Ef það er merki um örvæntingu að fá til baka besta miðjumann deildarinnar undanfarin tvo áratugi þá get ég fallist á það. Og ef við erum að tala um örvæntingu þá notaði Man City leikmann sem neitaði að fara inn á völlinn og knattspyrnustjórinn sagði að hann myndi aldrei spila aftur fyrir félagið. Leikmaðurinn fór í fimm mánaða frí til Argentínu. Er það ekki merki um örvæntingu?," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×