Enski boltinn

Wenger: Það þurfti eitthvað sérstakt til að vinna Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna hér sigurmarkinu í kvöld.
Leikmenn Arsenal fagna hér sigurmarkinu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur náð að snúa við gengi liðsins og hafa Arsenal-menn nú unnið fimm deildarleiki í röð. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á móti Newcastle í kvöld á fjórðu mínútu í uppbótartíma en Arsenal hefur verið að tryggja sér sigra í blálokin á síðustu deildarleikjum sínum.

„Ég efaðist aldrei um andann í liðinu mínu. Þetta var leikur þar sem bæði lið gáfu allt sitt. Newcastle er gott lið og það þurfti eitthvað sérstakt til að vinna þá í kvöld," sagði Arsene Wenger við BBC eftir leikinn.

„Það sem skilaði okkur sigri í kvöld var sigurviljinn. Hann umfram öllu öðru skilaði okkur þremur stigum í lokin," sagði Wenger en þetta var í sjötta sinn á tímabilinu sem Arsenal vinnur deildarleik eftir að hafa lent undir.

„Ég hélt aldrei að við myndum ekki ná því að vinna þennan leik. Ég sagði við aðstoðarmann minn í lokin að við þyrftum bara eina góða sókn til viðbótar og þá kæmi markið. Trúin á sigur var svo mikil," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×