Enski boltinn

Sunnudagsmessan: QPR gengur betur með Heiðar í byrjunarliðinu

Heiðar Helguson, íþróttamaður ársins 2011, hefur ekki leikið með QPR í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu vegna meiðsla. Gengi QPR hefur alls ekki verið gott í undanförnum leikjum og í Sunnudagsmessunni var farið yfir stöðuna.

Þar var m.a. bent á þá staðreynd að QPR hefur náð betri árangri með Heiðar í byrjunarliðinu en þegar hann er á varamannabekknum.

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir málin í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×