Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Varnarleikur Wolves er í tómu tjóni

Wolves, liðið sem íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson leikur með í ensku úrvalsdeildinni, er í tómu basli eftir afleitt gengi að undanförnu. Mick McCarthy knattspyrnustjóri liðsins var rekinn á dögunum og Terry Connor aðstoðarmaður hans tók við keflinu.

Fátt hefur breyst hjá félaginu sem er að berjast við falldrauginn illræmda. Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 fóru fyrir stöðuna hjá Wolves og bentu á nokkur atriði sem hafa komið liðinu illa.

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason eru stjórnendur Sunnudagsmessunnar og Arnar Gunnlaugsson var gestur þáttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×