Enski boltinn

Orðrómurinn angrar Gylfa Þór ekki | útvarpsviðtal úr Boltanum á X-977

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Swansea hefur leikið mjög vel eftir að hann kom til Englands að láni frá þýska liðinu Hoffenheim.
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Swansea hefur leikið mjög vel eftir að hann kom til Englands að láni frá þýska liðinu Hoffenheim. Getty Images / Nordic Photos
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Swansea hefur leikið mjög vel eftir að hann kom til Englands að láni frá þýska liðinu Hoffenheim. Hann var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu 977 þar sem Gylfi Þór þakkaði Brendan Rogers fyrir að hafa fengið sig til Swansea og tileinkaði einmitt stjóra sínum mörkin tvö gegn Wigan.

Gylfi Þór sagði að hann hafi verið kominn með alveg nóg af bekkjarsetu hjá Hoffenheim og ein aðalástæðan fyrir því að hann fór til Swansea var fótboltinn sem liðið spilaði. Þar sem ekki er „kick and run" einsog til dæmis hjá Stoke City.

Leikur Gylfa Þórs hjá velska liðinu hefur vakið verðskuldaða athygli og stórlið einsog Juventus og Inter hafa verið sögð renna hýru auga til þessa 22ja ára íslendings. Gylfi Þór segir þennan orðróm ekkert angra sig, hann elski bara að spila fótbolta og að hann sé að njóta lífsins í Swansea.

Gylfi Þór býr í leiguíbúð við ströndina og er með leigusamning til 6 mánaða og spurður um framhaldið sagði Gylfi Þór. „ Það er bara spurning hvort maður eigi nokkuð að skipta"

Hoffenheim sem á Gylfa Þór hefur gengið afleitlega að undanförnu og unnið einn leik af síðustu 14 og er í 12.sæti af 18 liðum. Gylfi Þór telur þó ekki að liðið fari niður um deild, þar sem fallbaráttuliðin séu einfaldlega of slök til að slíkt gerist.

Næsti leikur Swansea er gegn Fulham á laugardag í Lundúnum og Gylfi Þór segir þann leik mjög mikilvægan ef þeir ætli sér að vera í efri hlutanum. Gengið á útivöllum hefur ekki verið nógu gott en að undaförnu hafi liðið þó sýnt mikil og góð batamerki. Hann segir Brendan Rogers leggja leikina nokkuð svipað upp hvort sem um er að ræða heima fyrir eða á útivöllum, halda boltanum og spila honum.

Leikur Fulham og Swansea verður sýndur beint á Stöð2 Sport á laugardag klukkan 15.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×