Enski boltinn

Drogba vill vera áfram hjá Chelsea

Didier Drogba fór á kostum í liði Chelsea í gær þegar liðið tryggði sér 4-1 sigur gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Didier Drogba fór á kostum í liði Chelsea í gær þegar liðið tryggði sér 4-1 sigur gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty Images / Nordic Photos
Didier Drogba fór á kostum í liði Chelsea í gær þegar liðið tryggði sér 4-1 sigur gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Drogba, sem er 34 ára gamall, er samningslaus í lok leiktíðar en hefur mikinn áhuga á því að semja á ný við Chelsea.

„Ég vil vera hjá Chelsea eins lengi og hægt er," sagði Drogba í gær. „Ég ræð ekki örlögum mínum sjálfur," bætti hann við en framherjinn hefur verið orðaður við lið m.a. í Kína og Rússlandi.

Drogba hefur verið í viðræðum við forráðamenn Chelsea í langan tíma en engin niðurstaða fékkst eftir þær viðræður. Drogba var ánægður með andann í Chelsealiðinu.

„Það voru margir á þeirri skoðun að þessi leikur yrði sá síðasti hjá mér með Chelsea, en ævintýrið heldur áfram. Það er langt síðan ég hef séð Chelsea leika svona vel og með hjartanu," sagði Drogba í sjónvarpsviðtali eftir leikinn þar sem hann skoraði fyrsta mark Chelsea með frábærum skalla.

Chelsea er aðeins fjórða liðið sem nær að snúa tveggja marka tapi sér í hag í síðari leiknum í Meistaradeildinni. Áður höfðu 45 lið reynt þetta en ekki tekist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×