Enski boltinn

David Luiz gagnrýnir brottrekstur Villas-Boas | fékk ekki nægan tíma

Hinn hárprúði varnarmaður Chelsea, David Luiz, telur að eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich, hafi hlaupið aðeins á sig.
Hinn hárprúði varnarmaður Chelsea, David Luiz, telur að eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich, hafi hlaupið aðeins á sig. Getty Images / Nordic Photos
Hinn hárprúði varnarmaður Chelsea, David Luiz, telur að eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich, hafi hlaupið aðeins á sig með því að reka knattspyrnustjórann Andre Villas-Boas. Brasilíumaðurinn Luiz er með sterkar skoðanir og hann segir að Abramovich hafi átt að gefa Villas-Boas lengri tíma með Chelsea.

Villas-Boas var rekinn eftir tapleik gegn WBA og samskipti knattspyrnustjórans við eldri og reyndari leikmenn liðsins voru ekki traust.

Í viðtali við sjónvarpsstöð í Brasilíu sagði Luiz: „Ég er dapur og Andre var með faglega þekkingu til þess að sinna þessu starfi. Hann fékk ekki tíma til þess að sýna hvað í honum býr. Hann átti aldrei möguleika, það má aldrei efast um fagmann eins og hann. Fimm titlar á síðasta tímabili segja alla söguna en hann fékk ekki nægan tíma hjá Chelsea," sagði Luiz m.a. í viðtalinu.

Það er óvíst hvernig liðsfélagar hans og Roberto Di Matteo núverandi knattspyrnustjóri Chelsea taka þessum ummælum varnarmannsins. Undir stjórn Di Matteo hefur Chelsea unnið þrjá leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×