Enski boltinn

Independent um Gylfa: Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Blaðamaður Independent-blaðsins fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í umfjöllun sinni um 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö fyrstu mörk Swansea og Patrick Barcklay valdi hann að sjálfsögðu mann leiksins.

Patrick Barcklay segir að Gylfi hafði verið valinn leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum Reading og Hoffenheim undanfarin tvö tímabil og það sé ekki erfitt fyrir þá sem hafa séð Swansea spila síðan í janúar af hverju fólkið í Baden-Wurttemberg og Berkshire tók ástfóstri við íslenska landsliðsmanninn.

„Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar og hann hefur alltaf nóg af hugmyndum og eldmóði í sínum leik. Nú er Sigurðsson líka farinn að skora mörk. Eftir tvö frábær mörk á móti Wigan fyrir tveimur vikum þá skoraði hann með skalla og laglegu skoti á móti Fulham. Sigurdsson skoraði ekki í leiknum í millitíðinni en átti engu að síður mjög góðan leik í sigrinum á Manchester City," skrifar Patrick Barcklay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×