Enski boltinn

Suarez vill skrifa undir nýja samning

Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi.
Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi. Getty Images / Nordic Photos
Luis Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ekki alltaf átt rólega daga á Englandi frá því hann kom til liðsins frá Ajax í Hollandi. Landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ hefur verið orðaður við mörg lið og töldu margir að hann myndi ekki ná sér á strik í ensku knattspyrnunni á ný eftir 8 leikja keppnisbann sem margfrægt er orðið. Suarez ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið og hefur hann ekki hug á því að yfirgefa Liverpool.

Suarez hefur m.a. verið oraður við Paris SG í Frakklandi. „Ég ætla að vera áfram hjá Liverpool, þrátt fyrir það sem hefur gerst. Ég er ánægður á vellinum og fyrir utan völlinn," sagði Suarez í viðtali við breska dagblaðið Guardian.

Hinn 25 ára gamli Suarez hefur skorað 6 mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans rennur út í lok leiktíðar árið 2016. „Ég er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning. Knattspyrnustjórinn hefur trú á mér og það er mikilvægt, sérstaklega eftir langt keppnisbann," sagði Suarez. Hann fékk átta leikja keppnisbann vegna ummæla sem hann lét falla í miðjum leik gegn Manchester United fyrr í vetur.

Suarez var fundinn sekur um að hafa látið miður falleg orð um kynþátt Patrice Evra leikmanns Manchester United falla í hita leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×