Smalling og Huntelaar fengu gríðarlegt höfuðhögg 1. mars 2012 10:45 Chris Smalling varnarmaður enska landsliðsins og Englandsmeistaraliðs Manchester United lenti í miklu samstuði á Wembley í gærkvöld. AFP Chris Smalling varnarmaður enska landsliðsins og Englandsmeistaraliðs Manchester United lenti í miklu samstuði á Wembley í gærkvöld í vináttuleik gegn Hollendingum. Eins og sjá má á myndinni fengu hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar og Smalling báðir gríðarlegt höfuðhögg þegar þeir skullu saman þegar sá fyrrnefndi skoraði annað mark Hollands í 3-2 sigri liðsins. Smalling og Huntelaar lágu báðir í grasinu eftir óhappið og blæddi töluvert mikið úr nefi og munni Huntelaar sem leikur með Schalke 04 í Þýskalandi. Sjúkrateymi enska landsliðsins var lengi að hlúa að Smalling áður en hann var borinn af velli. Huntelaar var fljótari að jafna sig og virtist hann ekki vera mjög sáttur við að þurfa að fara af velli – og reifst hann við aðstoðarmenn liðsins við hliðarlínuna. Huntelaar spýtti blóði og mikið gras var einnig í munni hans strax eftir atvikið. Ekki er vitað hvort meiðsli þeirra séu alvarleg en þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús til nánari skoðunar. Stuart Pearce, sem stýrði enska landsliðinu í gær, sagði eftir leikinn að Smalling hafi verið með meðvitund þegar hann fór á sjúkrahúsið og stór skurður væri á höfði hans eftir höggið. Bert van Marwijk, þjálfari hollenska landsliðsins, sagði að Huntelaar hefði litið betur út í búningsklefa liðsins eftir leikinn. „Við sendum hann á sjúkrahús til öryggis," sagði Marwijk. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Chris Smalling varnarmaður enska landsliðsins og Englandsmeistaraliðs Manchester United lenti í miklu samstuði á Wembley í gærkvöld í vináttuleik gegn Hollendingum. Eins og sjá má á myndinni fengu hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar og Smalling báðir gríðarlegt höfuðhögg þegar þeir skullu saman þegar sá fyrrnefndi skoraði annað mark Hollands í 3-2 sigri liðsins. Smalling og Huntelaar lágu báðir í grasinu eftir óhappið og blæddi töluvert mikið úr nefi og munni Huntelaar sem leikur með Schalke 04 í Þýskalandi. Sjúkrateymi enska landsliðsins var lengi að hlúa að Smalling áður en hann var borinn af velli. Huntelaar var fljótari að jafna sig og virtist hann ekki vera mjög sáttur við að þurfa að fara af velli – og reifst hann við aðstoðarmenn liðsins við hliðarlínuna. Huntelaar spýtti blóði og mikið gras var einnig í munni hans strax eftir atvikið. Ekki er vitað hvort meiðsli þeirra séu alvarleg en þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús til nánari skoðunar. Stuart Pearce, sem stýrði enska landsliðinu í gær, sagði eftir leikinn að Smalling hafi verið með meðvitund þegar hann fór á sjúkrahúsið og stór skurður væri á höfði hans eftir höggið. Bert van Marwijk, þjálfari hollenska landsliðsins, sagði að Huntelaar hefði litið betur út í búningsklefa liðsins eftir leikinn. „Við sendum hann á sjúkrahús til öryggis," sagði Marwijk.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira