Klitschko berst næst við David Haye Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2012 23:45 Vitali Klitschko. Nordic Photos / Getty Images Vitali Klitschko tilkynnti í gær að hann muni næst berjast við Bretann David Haye, án þess þó að nefna stað eða stund. Þetta tilkynnti hann í beinni sjónvarpsútendingu í gær eftir bardaga bróður hans, Wladimir, gegn Frakkanum Jean-Marc Mormeck. Wladimir hafði betur á rothöggi en þetta var í 50. sinn á ferlinum sem hann vinnur bardaga með slíkum hætti. Wladimir er yngri bróðir Vitaly og handhafi WBA, WBO, IBF, IBO og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Vitaly er handhafi WBC-heimsmeistaratitilsins og hefur aðeins tapað tveimur bardögum á ferlinum - fyrir Lennox Lewis árið 2003 og Chris Byrd árið 2000. Haye tapaði fyrir Wladimir í júlí síðastliðnum og tilkynnti svo í október að hann væri hættur. En hann hefur þó lengi sagt að hann vilji fá tækifæri til að berjast við Vitaly. „Vitaly er loksins búinn að samþykkja að berjast við mig. Hann sagði í viðtali í RTL [þýsk sjónvarpsstöð) að hann myndi næst berjast við mig," skrifaði Haye á Twitter-síðu sína í gær og bætti við: „Let's get ready to rumble." Haye byrjaði að berjast í veltivigt árið 2002 en skipti yfir í þungavigt árið 2008 með það að markmiði að velta Klitschko-bræðrunum af stalli. Það tókst ekki og Haye ákvað að hætta í haust, aðeins 32 ára. Hann hefur starfað í sjónvarpi og var til að mynda að lýsa bardaga Vitaly Klitscho og Derek Chisora í síðasta mánuði. Á blaðamannafundi eftir bardagann lenti honum og Chisora saman með þeim afleiðingum að Chisora var handtekinn og dæmdur í lífstíðarbann. Box Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Vitali Klitschko tilkynnti í gær að hann muni næst berjast við Bretann David Haye, án þess þó að nefna stað eða stund. Þetta tilkynnti hann í beinni sjónvarpsútendingu í gær eftir bardaga bróður hans, Wladimir, gegn Frakkanum Jean-Marc Mormeck. Wladimir hafði betur á rothöggi en þetta var í 50. sinn á ferlinum sem hann vinnur bardaga með slíkum hætti. Wladimir er yngri bróðir Vitaly og handhafi WBA, WBO, IBF, IBO og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Vitaly er handhafi WBC-heimsmeistaratitilsins og hefur aðeins tapað tveimur bardögum á ferlinum - fyrir Lennox Lewis árið 2003 og Chris Byrd árið 2000. Haye tapaði fyrir Wladimir í júlí síðastliðnum og tilkynnti svo í október að hann væri hættur. En hann hefur þó lengi sagt að hann vilji fá tækifæri til að berjast við Vitaly. „Vitaly er loksins búinn að samþykkja að berjast við mig. Hann sagði í viðtali í RTL [þýsk sjónvarpsstöð) að hann myndi næst berjast við mig," skrifaði Haye á Twitter-síðu sína í gær og bætti við: „Let's get ready to rumble." Haye byrjaði að berjast í veltivigt árið 2002 en skipti yfir í þungavigt árið 2008 með það að markmiði að velta Klitschko-bræðrunum af stalli. Það tókst ekki og Haye ákvað að hætta í haust, aðeins 32 ára. Hann hefur starfað í sjónvarpi og var til að mynda að lýsa bardaga Vitaly Klitscho og Derek Chisora í síðasta mánuði. Á blaðamannafundi eftir bardagann lenti honum og Chisora saman með þeim afleiðingum að Chisora var handtekinn og dæmdur í lífstíðarbann.
Box Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira