Fótbolti

Eusebio aftur inn á sjúkrahús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eusebio.
Eusebio. Mynd/Nordic Photos/Getty
Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Eusebio hefur verið lagður inn á sjúkrahús í þriðja sinn á tveimur mánuðum nú vegna þess að hann er með of háan blóðþrýsting. Eusebio liggur inn á Hospital da Luz í Lissabon.

Læknar vildu halda Eusebio inn á spítalanum en reikna samt með því að hann megi fara heim innan 48 tíma. Eusebio eyddi jólunum á sjúkrahúsinu en hann var þá með lungnabólgu. Hann fór síðan aftur inn í upphafi ársins vegna mikilla verkja í hálsi.

Eusebio da Silva Ferreira varð sjötugur í síðasta mánuði en hann var meðal annars markakóngur á HM í Englandi 1966 og einn af tíu bestu knattspyrnumönnum sögunnar í vali FIFA árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×