Sport

Gunnar: Árni er alltaf mjög óheppinn með andstæðinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Nelson segir með ólíkindum hve óheppinn Árni Ísaksson sé með andstæðinga sína. Árni átti að keppa í kvöld í Cage Contender keppninni í Dublin líkt og Gunnar en ekkert varð af því.

Árni átti að mæta Chris Brennan frá Bandaríkjunum en sá dró sig úr keppni á síðustu stundu.

„Eins og alltaf er Árni mjög óheppnn með andstæðinga. Það voru þrír búnir að hætta við að keppa við Árna. Svo hætti sá fjórði korteri fyrir keppni af því hann taldi sig ekki geta náð vigt," sagði Gunnar um óheppni félaga síns.

Í viðtali Páls Bergmanns við John Ferguson, skipuleggjanda keppninnar, kom fram að afar margir hefðu dregið sig úr keppni eða 37 keppendur.

Gunnar Nelson mætir Rússanum Alexander Butenko í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21:30. Mjölnismenn ætla að fylgjast með sínum manni í höfuðstöðvum félagsins að Seljavegi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×