Enski boltinn

Ólíklegt að Hiddink taki við enska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður hollenska knattspyrnuþjálfarans Guus Hiddink segir ólíklegt að skjólstæðingur verði næsti landslðisþjálfari Englands.

Hiddink þjálfaði Chelsea í nokkra mánuði árið 2009 og á gott samband við John Terry. Sá hefur verið sakaður um kynþáttaníð gagnvart öðrum leikmanni og ákvað enska knattspyrnusambandið að hann myndi ekki gegna stöðu landsliðsfyrirliða þar til að niðurstaða fæst í málið.

Samkvæmt umboðsmanninum Cees van Nieuwenhuizen mun Hiddink hafa myndað sterk tengsl við Terry á sínum tíma.

„Ég hef áður rætt við stjórnarmenn enska sambandsins og miðað við það sem þar kom fram get ég ekki ímyndað mér að það myndi ganga upp," sagði umboðsmaðurinn við enska fjölmiðla. „Guus og Terry eru nánir vinir og myndu standa saman í þessu máli."

Hann segir ólíklegt að Hiddink myndi taka að sér að stýra liðinu til skamms tíma þar sem hann hafi alltaf tekið þátt í undankeppnum stórmóta með sínum landsliðum. Hann hefur áður þjálfað lið Hollands, Suður-Kóreu, Ástralíu, Rússlands og Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×