Innlent

"Nú þarf að reikna allt upp á nýtt“

Guðmundur Andri Skúlason hjá samtökum lánþega segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar sé gríðarlegt fagnaðarefni en fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningsvextir skuli gilda á erlendum lánum, en ekki vextir Seðlabankans eins og áður hafði verið ákveðið.

Guðmundur Andri sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag niðurstaðan þýði að ekki sé hægt að breyta samningum aftur í tímann. Samningsvextir munu því gilda ólíkt því sem ákveðið var þegar Árni Páll Árnason þáverandi viðskiptaráðherra setti lög um þetta á sínum tíma.

„Þetta getur þýtt milljónir fyrir hvern lánþega," segir Guðmundur Andri. „Þetta snertir alla þá sem eru með gengistryggð lán," segir hann og bætir við að þar geti verið um tugi þúsunda heimila að ræða.

Guðmundur segir ennfremur að dómurinn muni hafa gríðarleg áhrif á virði lánasafna bankanna og taldi hann það hljóta að hlaupa á tugum milljarða króna.

„Nú þarf að reikna allt upp á nýtt," segir hann að lokum.


Tengdar fréttir

Óheimilt að miða við íslensku vextina

Óheimilt var að endurreikna lán miðað við íslenska verðtryggða seðlabankavexti hjá þeim sem greiddu fullnaðargreiðslur af lánum sínum áður en gengisdómur Hæstaréttar féll sumarið 2010. Hæstiréttur Íslands komst að þessari niðurstöðu í máli gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×