Fótbolti

Bebeto og Ronaldo sitja saman í "HM 2014"-nefndinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vöggufagn Bebeto á HM 1994.
Vöggufagn Bebeto á HM 1994. Mynd/AFP
Bebeto, fyrrum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu og upphafsmaður "vöggu-fagnsins" hefur samþykkt að ganga til liðs við undirbúningsnefnd Brasilíumanna fyrir HM í fótbolta sem fer fram í landinu sumarið 2014.

Áður hafði Ronaldo tekið að sér sæti í nefndinni í desember síðastliðnum en í henni er einnig Ricardo Teixeira, fyrrum forseti brasilíska knattspyrnusambandsins.

Aðalverkefni nefndarinnar er að hjálpa brasilísku þjóðinni að taka á móti knattspyrnuheiminum eftir aðeins rúm tvö ár en það hefur gengið á ýmsu í undirbúningnum fyrir keppnina.

Bebeto er orðinn 48 ára gamall og er ú kominn á fullt í stjórnmálin í Rio de Janeiro en hann lagði skónna á hilluna fyrir áratug síðan. Bebeto varð heimsmeistari með Brasilíu 1994 og var einnig með liðinu fjórum árum seinna þegar Brassarnir fóru alla leið í úrslitaleikinn.

Bebeto og Ronaldo byrjuðu saman frammi og léku allar 90 mínúturnar í frægum úrslitaleik á HM í Frakklandi 1998 en Brasilía tapaði þá 0-3 fyrir Frökkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×