Fótbolti

Draumaumferð fyrir Ajax - toppliðin töpuðu bæði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dmitri Bulykin skoraði tvö fyrir Ajax í dag.
Dmitri Bulykin skoraði tvö fyrir Ajax í dag. Mynd. / Getty Images
Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag og var nokkuð um óvænt úrslit. Ajax fór létt með NEC Nijmegen 4-1 á heimavelli en mörk Ajax gerðu Siem de Jong, Jan Vertonghen og Dmitri Bulykin gerði tvö.

FC Groningen gerði sér lítið fyrir og lagði toppliðið PSV Eindhoven 3-0. Jun Suk Hyun gerði tvö mörk fyrir Groningen og Leandro Bacuna eitt.

Utrecht vann hitt toppliðið AZ Alkmaar 3-0 og því færast önnur lið nær þessum stórveldum. PSV Eindhoven og AZ Alkmaar eru því enn í efstu tveimur sætum deildarinnar með 45 stig en Ajax færist nær þeim og eru núna komnir með 42 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan síðari hálfleikinn í liði AZ Alkmaar en hann kom inn þegar staðan var 3-0 fyrir heimamönnum og því var staðan virkilega erfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×