Enski boltinn

Hangeland óskar þess að Hodsgon fái hlýjar móttökur í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Norðmaðurinn Brede Hangeland hjá Fulham vonast til þess að Roy Hodgson, fyrrum stjóri félagsins, fái hlýjar móttökur þegar hann mætir með lið sitt West Brom á Craven Cottage í kvöld.

Roy Hodgson stýrði Fulham með mjög góðum árangri frá 2007–2010 en ákvað síðan að hætta með liðið svo að hann gæti tekið við Liverpool. Hodgson entist aðeins í nokkra mánuði á Anfield.

„Hann á skilið að fá góðar móttökur þegar hann kemur til baka á Craven Cottage," sagði Brede Hangeland við heimasíðu Fulham.

„Ég held að allir leikmennirnir sem spiluðu fyrir hann hér og ekki síst stuðningsmennirnir kunna að meta það sem hann gerði fyrir félagið," sagði Hangeland.

Roy Hodgson var valinn stjóri ársins á lokatímabili sínu með Fulham en hann fór þá með liðið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið endaði í 6., 10. og 8. sæti þessi þrjú tímabil sem hann sat í stjórastólnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×