Innlent

Bensínsveiflur öllum til óþurftar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.i
Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.i mynd/Valli
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af hækkandi bensínverði að mati Helga Hjörvars formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hann telur mörk fyrir því hversu langt hægt er að ganga langt í sköttum á eldsneyti en nefnd hans ætlar að skoða málið á næstunni.

Lítrinn af bensíni og dísel kostar nú um 250 krónur en í janúar hækkaði verð á bensínlítranum um 18 krónur. Nokkrir þingmenn lýstu yfir áhyggjum sínum af þróuninn í Alþingi í gær. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnhags- og viðskiptanefndar var meðal annars hvattur til að til að endurskoða skattastefnu ríkisstjórnarinnar.

„Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af hækkandi bensínverði. Það hefur auðvitað mikil og alvarleg áhrif bæði á heimilin og líka á atvinnulífið auk þess sem það skapar verðbólgu sem aftur hefur áhrif á lánin okkar sem við þekkjum af alltof biturri reynslu. Þess vegna munum við verða við óskum um það að taka þessa þróun til umfjöllunar inni í efnahags- og viðskiptanefnd og fara í gegnum það með hvaða hætti þetta hefur verið að þróast."

Helgi segir að skoðað verði hvaða áhrif gjaldahækkanir hins opinbera hafa haft á bensínverðið.

Kemur til greina að þínu mati að draga úr álagningu ríkisins? „Þær gjaldahækkanir sem farið var í, hefur verið farið í af illnauðsyn út af tekjuöflun ríkissjóðs. Það eru alltaf einhver mörk á því hvað hægt er að ganga langt í þeim efnum og ég held að menn þurfi bara að fara yfir þetta með opnum huga en ég vil ekki gefa neitt út um niðurstöðu þess á þessu stigi."

Þá verður einnig farið yfir álagningu olíufélagnna.

„Það er bara hlutur sem er full ástæða til að skoða og líka kalla eftir sjónarmiðum Félags íslenskra bifreiðaeigenda í þessu máli og með hvaða hætti mætti hugsanlega betur standa að málum á þessu máli og með hvaða hætti mætti hugsanlega betur standa að málum á þessum markaði til að draga úr sveiflum á honum, því þessar sveiflum er ölllum til óþurftar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×