Enski boltinn

Sunderland lagði Boro í bikarnum

Sessegnon var hetja Sunderland í kvöld.
Sessegnon var hetja Sunderland í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Sunderland komst í kvöld áfram í ensku bikarkeppninni er það lagði Middlesbrough, 1-2, eftir framlengdan leik.

Jack Colback kom Sunderland yfir í fyrri hálfleik en Lukas Jutkiewics jafnaði í þeim síðari. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma.

Það var síðan Stephane Sessegnon sem skoraði sigurmarkið er sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Sunderland mætir Arsenal í næstu umferð keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×